8.12.2008 | 09:41
Hvert fóru Peningarnir í Glitnir banka.
Hvernig stóð á því að fáir einstaklingar gátu yfirtekið banka án þess að peningar væru til staðar. Án þess að fjármálaeftirlitið og bankamálaráðherra Samfylkingar Björgvin G Sigurðsson gerðu athugasemdir við þessa menn. Þessir sömu menn bjuggu til eigið fé með því að lána sín á milli. Seldu fyrirtæki á milli sín, höfðu ekkert reiðufé. Til þess eins að auka gengi á bréfum í fyrirtækjum þeirra. Fjárhagstaða FL Group sem síðan hét Stoðir var afar slæm vegna gífurlegra skulda. Sem sömu stjórnendur lánuðu fé úr bankanum í þetta fyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið gerði ekki einu sinni athugasemdir við þessa menn. Þeir flugu í einkaþotum á milli landa á kostnað bankans, jafnvel var tekið á móti drengjum úr greiningardeildum bankana nýkomnir úr háskóla eins og miljónamæringum þegar þeir voru í boðsferðum á vegum bankana. Gistu á dýrustu og bestu hótelum sem var hægt að fá. Þessir sömu menn áttu fyrirtæki Sterling, 10 -11, Kaldbak - Stím sem lítið dæmi. Það má segja að þetta voru sýndar hluthafar.
Birna Einarsdóttir bankastjóri nýa Glitnir banka var með kauprétta samning fyrir tugi miljóna í gamla bankanum fyrir hrunið. þar með hefur hún skuldbundið sig til þess að standa skil á sínum gjörðum. Nei þetta var misskilningur sagði hún, sem betur fer fór þetta mál hennar ekki í gegn að hennar sögn. Hvernig gat þetta skeð hjá þessari konu sem er búin að vinna minna og meira í bankanum síðan 1987 að mig minnir ? Endurskoðunarfyrirtækið sem var að endurskoða gamla Glitnir banka skrifuðu upp á reikningana án þess að gera alvarlegar athugasemdir. Nú er þetta sama fyrirtæki að rannsaka gerðir gamla bankans stór undarlegt mál að mínu mati. Hvernig stendur á því að bankamálaráðherra og fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa blandað sér í málið.
Á sama tíma missa 11 þúsundir hluthafar mikið af sínu sparifé í ýmsum sjóðum og verðbréfum og margir eru nú þegar gjaldþrota. Hvaða lög ná yfir þessa menn, þau eru eru ekki til. Er það virkilega satt að enginn af þessum mönnum þurfi að standa fyrir sínum gjörðum. Ef það verður ekki gert er þetta kjör aðstaða fyrir spillingu. það gengur heldur ekki upp að bankastjóri nýja bankans skuli sleppa undan að greiða tugi miljóna sem hún var samningsbundin bankanum að greiða. Á sama tíma eru hluthafar í málaferðum við ríkið vegna yfirtöku á bankanum. Og endurskoðunar fyrirtækið að rannsaka sjálfan sig. Ég tel þetta dæmi vera gróft brot um spillingu og í raun og vera ætti að setja þessa menn strax inn og rannsaka þá til hlítar. Hluthafar og viðskiptamenn eiga rétt á því að vita hvernig var af þessu staðið og hvert peningarnir fóru og hvað var gert við þá..
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.