9.12.2008 | 00:03
Hverskonar viðskiptasiðferði er þetta.
Ég er hneykslaður á fjármálaeftirlitinu og ráðherra banka mála Björgvini G Sigurðssyni skuli sætta sig þessa niður stöðu. Þarf ekkert að segja mér að Birna hafi ekki samið um kauprétta samninga eins og hún átti kost á. Það gerðu fleiri aðilar enn hún sjálf og urðu að standa við sína samninga með þeim skilmálum sem í samningi hennar stóð. Enn því miður virðist það vera niðurstaðan að gögnum hefur verið komið undan til þess eins að komast undan að greiða það sem henni bar. Nei þetta voru mistök gamla bankans segir hún sjálf, og ber við minnisleysi. Tóm þvæla segi ég. Var það ekki Björgvin G Sigurðsson ráðherra Samfylkingar sem skipaði hana í bankastjórastólinn hver skildi hafa gert það ef hann hefur ekki gert það. Það var hann sem skipaði hana í bankastjóra stólinn
Ég tel að forstjóra hjá Fjármálaeftirlitinu ber að víkja úr starfi og eins bankamála ráðherra Samfylkingar Björgvini G Sigurðssyni þeir félagar hafa klúðrað mörgum málum. þess vega eiga félagarnir að segja af sér strax. Hugsið ykkur Birna Einarsdóttir stofnar félag sem heitir Melorka ehf sem er eignarhags félag í eigu hennar. Birna Einarsdóttir kaupir Sjö miljónir hluta á genginu 26,4 fyrir samtals 184 miljónir króna sem skráð voru í kauphöllinni. Það þarf ekki annað enn að fara í Kauphöllina til að staðfesta málið.
Það sem gleymist í umræðunni þeir sem eru innherjar ber að tilkynna fjármálaeftirlitinu. Birna er innherji, ef kaupin ganga til baka þarf að tilkynna að kaupin hafa gengið til baka. Þetta eru reglur sem öllum innherjum ber að fara eftir í samráði við regluvörð.
Ef þetta verður niðurstaðan í banka uppgjörinu þá mun ég kalla þetta spillingu og ekkert annað. Ég sjálfur var hluthafi með veð í bréfum og tapaði mínu og meira enn það. Enn samt varð ég að borga veðið sem var í bréfunum. Ekki gaf bankinn mér neitt eftir, frekar sóttu þeir á. Ég tel þetta mál vera mjög alvarlegt sem efnahagsdeild ríkislögreglustjóra ætti að skoða nánar og víkja Birnu Einarsdóttur úr starfi á meðan rannsókn væri í gangi og henni væri lokið. Fyrr verður ekki friður um þetta tiltekna mál. Ég sjálfur mun ekki sætta mig við svona framferði þeirra sem eiga hlut af máli.
Jóhann Páll Símonarson.
FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er gegndarlaus vanhæfni, siðleysi og spilling á öllum stöðum hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, embættismenn eða ríkisstarfsmenn á ofurlaunum. Það er ljóst að þessi Birna uppfyllir öll þessi skilyrði og kemur með smá skammt af heimsku líka til þess að krydda þetta aðeins.
Var það ekki hún sem stóð fyir 100% banki, 100% lán? Það held ég. Ég held að allt hitt sem var nefnt áður hér að ofan, sé líka 100% hjá henni
Guðmundur Pétursson, 9.12.2008 kl. 00:39
Heill og sæll Guðmundur.
Ég ætla að taka sterkara til orð. Viðbjóður að þetta skuli líðast. Að vera með fólk í æðstu stöðu er ekki traustvekjandi. Birna Einarsdóttir verður að víkja tafarlaust.
Fólk getur ekki sætt sig við þessar aðfarir og með samþykki Björgvins G Sigurðssonar sem er bankamálaráðherra.
Umræða um þetta tiltekna mál verður að halda áfram.
Burtu með þetta fólk.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 9.12.2008 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.