14 miljarðar undir koddanum.

Það var merkilegt að hlusta á þátt hjá Ingva Hrafni á ÍNN. Viðmælandinn var Jafet Ólafasson fjármálamaður sem er virtur á sínu sviði og er fjárglöggur maður. Hann benti á að 14 miljarðar væru undir kodda landsmanna. Ingvi Hrafn sagðist hafa vissu fyrir því að fólk sem hann hafði spurnir af, treystu ekki núverandi bönkum og geymdu peningana í niðurgrafna í görðum heima hjá sér. Jafet Ólafsson sagðist hafa heyrt af fólk ætti á milli 10 - 25 miljónir króna í bankahólfum sum væru troð full af peningum og mikill eftir spurn væri eftir stærri hólfum í bönkunum. Það kom fram í þessum þætti að 4 - 5 miljarðar væru í gjaldeyrir. Enda streymir nú gjaldeyrir inn í bankana sem var til þess að einn bankana afturkallaði lánsþörf fyrir erlendan gjaldeyrir til að mætta þörfum fólks sem væri að huga á utanlandsferðum. Enn nú ferðast fáir vegna samdráttar í efnahagslífinu.

Jafet Ólafsson ráðlagði þeim sem hefðu falið peninga sína að koma þeim í umferð og fá vexti á óvertryggðum reikningum á bilinu 15 - 17 prósent eins og staðan væri í dag. Sumir bankar bjóða uppá að greiða vextina mánaðarlega og halda höfuðstólnum sem er mjög gott.

Frekar enn að fela peninga heima hjá sér því peningar gætu brunnið og tryggingar borga ekki tjónið, eða fela peninga í garðinum heima hjá sér eða annars staðar. Þar gilda sömu lögmál ef peningar brenna og þeir verða eldinum að bráð.

Síðan var talað um stöðu mála, Jafet var mjög jákvæður og benti á að 500 miljarðar væru í jöklabréfum með greiðsludag fyrrihluta næsta árs , þetta væru bankar frá Þýskalandi og Austurríki sem ættu þessi jöklabréf. Til að halda þessum bréfum örlítið lengur væri hugsanlega best fyrir okkur að bjóða þeim vertryggingu á þessi lán. Þá er hugsanlega að þeir myndu hugsa sinn gang vegna lækkandi vaxta víðvegar um allan heim.

Að lokum var Jafet bjartsýnn á að verðhjöðnun yrði í febrúar - mars þá færi hugsanlega Dollarinn í 100 krónur sem dæmi og kvaddi alla sem ættu falið fé að koma þeim strax í öruggar hendur til að efla efnahagslífið í landinu.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband