Björn Bjarnason hefur unnið þrekvirki í öryggismálum sjómanna og landsmanna

 Það verður erfitt fyrir aðra að fara í fótsspor Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hefur unnið þrekvirki í öryggismálum sjómanna og landsmanna undir sinni öruggri stjórn hans. Eins og allir vita var fiskiskip nýlega í vanda vegna vélabilunar undan Krísuvíkurbjargi, skipverjar brugðust fljótt við og létu anker skipsins falla samkvæmt fyrirmælum skipstjóra skipsins 1 sjómílu frá landi þegar skipið stöðvaðist vegna vélabilunar, sem betur fer, var ekki foráttu brim stað þess var hægur vindur. Um borð voru 15 menn í hættu, strax var brugðist rétt við og send út beðni um aðstoð enda var biðin ekki löng er 2 þyrlur birtust strax, björgun áhafnar undirbúinn, þegar átti að hífa sjómennina 15 um borð komst vél skipsins í gang  og hægt var að hífa upp anker og sigla því til hafnar. Aðstoðin frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var afþökkuð, í leiðinni henni þökkuð fyrir vel unnin störf fyrir að bregðast fljótt við útkallinu því 15 sjómenn voru í lífháska ef skipið hefði rekið upp í klettana.       

Það vill svo vel til það var Björn Bjarnason sem byggði upp þyrluflota Landhelgisgæslunar og samdi um smíði og byggingu nýrri flugvél Gæslunnar sem kemur til landsins í sumar. Sömuleiðis á alvöru varðskipi sem verður sjósett á næstu dögum og verður afhent á næsta ári sem mun heita Þór. Nýja skipið og flugvélin munu geta tekist á við hættur ef þær skapast á næstu árum vegna stærðar afls og ganghraða til að komast á áfangastað. Undir öruggri stjórn Björns Bjarnarsonar fyrrverandi dómmálaráðherra hefur þetta tekist, hlúð var að öllum þáttum í starfsemi Landhelgisgæslunnar til að bregðast við þeim hættum sem sjómenn og almennir landsmenn hafa þurft á að halda. Enda er þyrlan og varskip sjúkrabifreiðar landsmanna á því liggur ekki nokkur vafi, ekki má gleyma áhöfnum skipa, flugvéla og ekki síst þyrluflugmanna sem hafa að undanförnu staðið í erfiðum verkefnum að bjarga og hjálpa fólki í vanda allt eru þetta hættuleg störf sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar sinna.

Enn nú eru uppi hugmyndir nýrra ríkistjórnar  að minka umsvif Landhelgisgæslunnar og draga úr þyrluflota og krafti Landhelgisgæslunnar með því að segja upp þyrlumönnum og áhöfnum skipa og hafa eina þyrlu áhöfn á vakt að sinna útköllum ef til sjávarháska kæmi. Það er ekki boðlegt ef frystitogari þyrfti hjálp að halda þá yrði sagt við höfum ekki þyrlu til staðar fyrir 24-30 manna til, hún er í öðru verkefni þetta er ábyrðarhlutur að svo skuli vera staðreynd. Þyrluflugmenn sem hafa staðið sig frábærlega fyrir landsmenn er lífsbjörg sjómanna og landsmanna sem þurfa að hafa þyrlu til staðar ef slyss eða björgun mannslífa er um að ræða. Skip landhelgisgæslunnar eru barn síns tíma og þurfa endurnýjun eins og hvað annað í okkar lífi. Það verður að segjast við erum að dröslast með skipaflota sem er kostnaðar samur og úreltur. Nú eru uppi hugmyndir að leigja nýja varskipið til Norðmanna. Ég á ekki orð yfir þessum hugmyndum Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingar, Steingríms J Sigfússonar formanns Vinstri Græna og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins sem er leppur þessara ríkistjórnar sem sammála að skera niður lífsbjörg sjómanna og allra landmanna. Þetta eru flokkarnir sem eru ábyrgir fyrir að draga kraftinn úr Landhelgisgæslunni á því liggur ekki nokkur vafi. Það skuli menn muna þegar og ef til þegar sjómenn eða landsmenn þurfa fá hjálp frá Gæslunni, þá hugsanlega verður sagt því miður þið verið að bíða við höfum ekki mannafla né tæki til staðar.

Enn Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra það verður ekki sagt um þig, undir þinni stjórn hefur Landhelgisgæslan vaxið og dafnað enda sína það verk þín. Ég sem áhugamaður um öryggismál sjómanna og sjómaður til tugi ára vill ég koma á framfæri þakklæti mínu til þín fyrir frábært starf sem þú hefur gert í þágu sjómanna og landsmanna allra það skulum við muna.       

Það var nefnilega Björn Bjarnason sem vann þetta þrekvirki í öryggismálum sjómanna og landsmanna allra.

Jóhann Páll Símonarson.    


mbl.is Nýtt varðskip sjósett fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband