Þyrlan sannar sitt mikilvægi.

Atvikið sem skeði í gær staðfestir að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verður að vera til staðar og vakir verða að vera allan sólahringinn til að geta farið í loftið strax og beðni berst. Samkvæmt þessu tekur Þyrluna 23 mínútur að fara í loftið vegna þess að þyrluflugmenn eru ekki til staðar heldur eru þeir á bakvakt sem þíðir að þeir þurfa að koma sér á áfangastað. Þetta kerfi gengur ekki upp með þessum hætti þegar sjúklingar eins og í þessu dæmi þurfa að komast undir læknishendur sem fyrst til þess eins að heilafrumur og annað verði ekki fyrir skaða. Eftir heilanum starfa limirnir.

Eins má benda á að þyrlufloti Gæslunnar hefur verið óflughæfur vegna bilana á sama tíma og meira að segja hafa báðar stóru þyrlunar verið bilaðar á þessu ári, þetta hefur komið fram í fréttum. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingar, Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri Græna, og leppur stjórnarinnar formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla sér að skera niður fjárframlög til Gæslunnar. Þess skal getið að uppsagnir hjá þyrlumönnum taka gildi nú í sumar þá verður ein þyrluáhöfn til staðar í 20 daga í hverjum mánuði sem þýðir að þyrlu áhafnir verða til staðar aðeins í 240 daga á ári.

Það er ömurleg til þess að vita að lífsbjörg sjómanna og allra landsmanna verður ekki til staðar nema hluta úr mánuði og hluta úr árinu samkvæmt áætlun Ríkistjórnarinnar sem er ábyrðarhlutur. Ef stjórnvöld ætla skilja við öryggismál sjómanna og landsmanna með þessum hætti. Verði þetta að veruleika þá þurfa sjómenn og landsmenn að mótmæla niðurskurði á þyrluflota og starfsmönnum Gæslunnar. Eins og framhorfir er þetta falskt öryggi. 

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Þyrla í sjúkraflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband