Hverjir stóðu fyrir aðför að Sjálfstæðisflokknum ?

Miklar umræður hafa átt sér stað um Sjálfstæðisflokkinn að undanförnu vegna styrkja sem flokkarnir hafa fengið frá bönkum og félögum, þessar greiðslur hafa verið misjafnar eins og fram kemur í dagblöðum. Að mínu mati er óeðlilegt að greiðslur komi frá fyrirtækjum sem voru á hlutabréfamarkaði vegna þess, það er ólöglegt athæfi því hluthafafundur í þessum fyrirtækjum verður að samþykkja það. Hluthafafundur fer með æðsta vald , stjórnin er því tvímælalaust skyldug til að gefa upplýsingar sem hluthafar óskar hafi það ekki verið gert á þeim tíma. Þetta eru mál sem gerðust fyrir 3 árum og fyrirtæki sem um er að ræða eru gjaldþrota í dag. 

Ég tel þetta mjög gott að þetta skuli hafa komið upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn það er mitt mat. Allan aur verður að hreinsa, menn hafa leyfi að gefa peninga það er öllum frjálst að upphæði 300 þúsund krónur samkvæmt lögum. Hinsvegar vekur þetta upp spurningar hverjir stóðu að þessu til þess eins að koma á ósætti á milli fólksins í landinu og koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Er fólkið ekki búið að fá nóg. Voru þetta ekki flokkarnir Samfylking, Vinstri Grænir sem skipulögðu mótmælinn á sínum tíma burtu með ríkistjórnina ég mann ekki annað.

Var það ekki Baugur sem lagði miljónir í kosningarsjóð hjá Samfylkingunni, fasteignafélagið Stoðir, FL Group, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Ísl. Glitnir banki hf, Húsasmiðja, Hagar, Kaupþingbanki, Landsbankinn, Byko, Samskip, Síldarvinnslan, Sparisjóðirnir, Straumur og fleiri. Þetta eru fyrirtæki sem létu Samfylkinguna fá fé. Flest voru þetta fyrirtæki sem voru á markaði. Var það ekki Baugur sem var með heillssíðu auglýsingu í Morgunblaðinu gegn Birni Bjarnasyni á sínum tíma. Var það ekki Jón Ásgeir sem ryksugaði allt fé í bönkum landsins? Hverjir eiga 365 miðla?.

Það er ömurlegt til þess að vita að það skuli vera aular sem komu þessu af stað til þess eins að koma á höggi á Sjálfstæðisflokkinn rétt fyrir kosningar, Framsóknarflokkurinn hefur ekki enn gefið upp sína styrki, Samfylkingin þarf að skýra betur hvað Baugur lét margar miljónir í kosningarsjóð það þurfa fréttamenn og Baugsmiðlar að upplýsa eins þurfa Vinstri Grænir að gera grein fyrir sínu máli hvað varðar styrki. Það væri nær fyrir fjölmiðla að upplýsa hvað varð um allt það fé sem vantar inn í banka hér á Íslandi, hvar er það fé sem nú er horfið.

Jóhann Páll Símonarson. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er ekki aðför að einum eða neinum, það vildi bara svo til að það fréttist af þessum styrkjum og almenningur vill fá svör nú til dags

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er munur á 5 milljómum eða 50 milljónum annars er sama hvaðan saurinn kemur eða hvert hann fer það þarf alltaf að hreinsa hann upp hver sem á í hlut ,Það að fara að kenna hinum flokkunum um að þetta mál hafi komið upp hjá sjálfstæðisflokknum er nú bara barnaskapur.

Ef þetta hefði ekki komist upp hefði þá nokkurn tíma verið borgað til baka ,það held ég ekki ,ég segi enn og aftur að slíkar upphæðir renna nú ekki framhjá mönnum í ársreikningum, þess vegna tel ég að fleirri hafi vitað en segja.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 12.4.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Hólmfríður.

Þetta eru skipulagðar aðfarir gegn Sjálfstæðisflokknum. Það á eftir að koma meira í ljós hjá til dæmis Samfylkingu, Framsókn, og hjá Vinstri Grænum.

Þetta fréttist ekkert, þetta er látið leka út. Hinsvegar lætur fréttastofa Baugsmiðla leka þessu út. Þar starfar fréttamaður sem er flokksbundinn Samfylkingarmaður sem miss notar aðstöðu sína með að koma höggi á sína andstæðinga.

Það er rétt hjá þér Hólmfríður fólk vill fá svör er rétt reynist.

Mér þætti að þeir mundu snúa sér að þeim sem hafa farið með allt sparifé okkar, af hverju fjalla þeir ekkert um það.? Jón Ásgeir og hans félagar eru búnir að ryksuga allt sem þeir komust yfir ásamt fleirum sem eru undir sama hatti. Fréttastofa 365 miðla væri nær að kafa ofan í þau mál vel og vandlega. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.4.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðmundur.

Jón Ásgeir og hans fyrirtæki hafa gefið stór fé í kosningarsjóð hjá Samfylkingu meira enn 5 miljónir sem þú heldur þig við. Ég er ekkert að kenna öðrum um hinir flokkarnir hafa þegið fé eins og Sjálfstæðisflokkurinn Þar á meðal er Samfylkingin, Framsókn, Vinstri Grænir, sem er eins og rjúpan við steininn og þorir ekki að standa við sína reikninga.

Eins vil ég Guðmundur benda þér á það er með ólíkindum að Ríkissjónvarpið skuli misnota aðstöðu sína með því að fá til sín stjórnmálaskýranda flokksbundinn Samfylkingarmann til að tjá sig um Sjálfstæðisflokkinn þetta atriði sem er eins dæmi í sögu lýðveldisins að útvarp landsmanna sé misnotað með þessum hætti. Ef þetta á að vera svona þá skulum við breyta þessu og taka af skildu áskrift af þessum miðli sem hvert manns barn er skikkað að greiða. Fjölmiðlar eiga að taka á spillingarmálum með réttu hætti ef það er satt?. Ríkissjónvarpið eða Útvarpið hafa ekkert þorað að taka á þessum lýð sem hér hefur rænt og ruplað land og lýð. Þeim væri í lófa lagi að fjalla um þau mál. Samfylkingin ver þennan lýð, það þarf nefnilega að taka vel á þeim á næstunni það er mín skoðun.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.4.2009 kl. 22:26

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það þarf blindan mann til að trúa því, að ekki sé skipuleg aðför í gangi gegn Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist vera, að heimildir Stöðvar2 hafi komið frá Skattrannsóknastjóra ríkisins. Hvernig stóð á því að þessi ríkisstofnum "lak" svona upplýsingum rétt fyrir kosningar ? Mér finnst líklegt, að einhverjir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafi hjálpað til við "lekann". Samfylkingin er lang líklegust.

Þótt forusta flokksins hafi farið á taugum og jánkað öllum ávirðingum, hefur samt ekkert misjafnt komið í ljós. Þetta sýnir að um "smjörklípu-herferð" (smear campaign) er að ræða. Jafnvel lagaspekingurinn Sigurður Líndal fordæmir siðferðisbrest, en dregur ekki skýra línu. Enginn veit því hvar mörkin á milli spilltra styrkja og óspilltra styrkja lágu fyrir 01.janúar 2007.

Ef menn eru svona miklir snillingar að draga spillingar-línur, hvers vegna er þá ekki gerð krafa til birtingar bókhalds lengra aftur í tímann ? Er ekki líklegt að einhversstaðar megi finna fjárhæðir sem fóru umfram hina ósýnilegu línu ? Málið er líklega bara að kalla á Sigurð Líndal og fá hann til að fella sína óskeikulu úrskurði.

Hvers vegna neitaði Samfylkingin að samþykkja tillögu Sjálfstæðisflokksins um algjört bann við fjárveitingum fyrirtækja til stjórnmálasamtaka ? Þetta er stóra spurningin í dag. Þorir einhver að halda því fram, að Samfylkingin hafi ekki verið að verja eigin hagsmuni, með þessari afstöðu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.4.2009 kl. 00:21

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll. Loftur.

Ég tek undir með þér þetta mál er með ólíkindum. þessir drullusokkar eins og Jón Ásgeir eru með fjölda manns til að reyna að berjast á móti þeim sem standa í vegi fyrir þeim. Nú er Jón Ásgeir undir rannsókn um að reyna að skjóta eignum undan. Hvar eru 365 miðlar núna. Hvar er smáborgararnir hjá Samfylkingunni núna?

Loftur tek undir með þér við þurfum að fá skýringu frá Sjálfstæðisflokknum hvað er í gangi undrast á þessum ummælum.

Sjálfstæðismenn verða að svara fyrir sig það gengur ekki að menn stundi einelti á hendur Sjálfstæðisflokknum án þess að menn svari fyrir sig og beiti þeim ráðum sem þarf.

Varandi Samfylkinguna í þessum flokki er saman safn af flökkulið sem aldrei hefur getað unnið saman nema að eyðileggja mannorð manna eins og hvernig þessir aðilar unnu gegn sínum fyrrverandi formanni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur það var ömurlegt hvernig þeir grófu undan trausti hennar.

Tek undir með þér fróðlegt að vita hvernig Samfylkingin barist á móti algjöri banni við fjárveitingu fyrirtækja til Stjórnmálaflokka það þarf að kanna betur fróðleg umræða um þessa aula.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.4.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband