Ferð Helgu RE 49 gengur vel

Ísfisktogarinn Helga RE 49 er nú á heimleið til hafnar í Reykjavík , ferðin hefur gengið vel hingað til. Hitinn hefur verið stundum óbærilegur. Nú er skipið statt á Möltu þar sem fólksfjöldi er um 600 þúsund manns. Síðan er siglt áfram um Miðjarðahafið framhjá Palermo á Ítalíu og Túnis í Afríku síðan myndu þeir sjá hugsanlega Alicante og sigla síðan í gegnum Gíbraltarsund og þaðan inn í Atlandshafið fram hjá Sevilla, Lissabon, Porto, og Vigo. Hugsanlega mun skipið stoppa einu sinni enn til að taka vistir og olíu áður enn Helga RE leggur á beinu brautina til hafnar í Reykjavík.

Ísfisktogarinn Helga RE 49 er væntanlega eftir 13 daga hugsanlega á milli 15 -16 þann 27 Ágúst næstkomandi. Þá munu íbúar í Reykjavík sjá hið glæsilega skip Helgu RE 49 eigin augum fánum prýtt stafnana á milli. Það verður að segjast að útgerðamaðurinn Ármann Ármannsson er framsækin útgerðamaður sem situr ekki auðum höndum ásamt sinni fjölskyldu að reka sitt útgerðafyrirtæki Ingimund með sóma. Megi guð og gæfa vera með ykkur öllum sem nú sigla Helgu RE 49 í örugga höfn í Reykjavík.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, það verður gaman að sjá þetta nýja skip í Reykjavíkur höfn. Við þessir gömlu sjóarar höfum alltaf gaman að sjá ný skip þegar við förum bryggjurúntinn. Sá ekki betur en ég hafi mætt þér við Ægisgarðinn í gærkvöldi, eða passar það ekki. Takk fyrir þessa færslu alltaf gaman að fá svona skipafréttablogg.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.8.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Helga RE 49 er glæsilegt skip, er búin að sjá myndir. Enda er útgerðamaðurinn Ármann Ármannsson sem vill hafa hlutina í lagi

Það getur verið að þú hafir séð mig niður á höfn fer þangað stundum oft í viku til að skoða skip og fer eins í Kaffivagninn um helgar þar eru málefnin rædd bak og fyrir ekki síst pólitíkin.

Svo kemur oft fyrir að ég bregði mér á heimaslóðir Keflavík og taki þar slag á höfnum. Þetta er baktería sem ekki er hægt að losna við. Að finna sjávarilminn er kikk.

Með bestu kveðju.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 16.8.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband