22.8.2009 | 21:22
Skallagrímsmótið í Borgarnesi í dag.
Það var stórkostleg upplifun í dag að hafa farið í þeim tilgangi að horfa upp á unga drengi sem voru 10 ára gamlir leika knattspyrnu á Skallagrímsvelli. Þetta voru lið frá FH, KR, Breiðablik, ÍBV, Þrótti í Vogum, og ÍA. þessi lið voru með marga flokka, A, B, C, lið. Tilburðir þessa ungu drengja voru ólýsanlegir og ekki má gleyma töktum sem þeir notuðu. Sumir leikmenn voru með mikla yfirsýn yfir leikvellinum og gáfu boltann sín á milli og skoruðu mörkinn með tilþrifum. Sumir leikmenn lifðu sig inn í leikinn og þegar brotið var á þeim þá var legið á vellinum þar til dómari stöðvaði leikinn og kannaði ástand leikmannsins. Enn þetta fór að lokum vel.
Aðstaðan á Skallagrímsvelli var mög góð þar þurfa menn að sitja í torfsætum til að horfa á leikinn, sumir voru með stóla inn á leikvellinum og margar mæður voru tilbúnar að taka barn sitt í fang þegar lið hans tapaði og tárin runnu niður kinnarnar því ekki vantaði keppnisskapið. Eins og allir vita er mamma sú besta því hún reddar málunum. Völlurinn var mjög góður og öll umgjörð þessa móts til fyrirmyndar.
Niðurstaðan mín af þessum knattspyrnuleikjum sem ég horfði á að tilviljun, er undraverð sem sýnir í raun hvað okkar æska býr yfir miklum krafti og elju ekki mun vanta knattspyrnumenn í framtíðinni hjá okkur. Það sem skiptir máli er að þessir ungu og óreyndu drengir fái faglega kennslu í leik og starfi. Þannig mun framtíðin vera björt ef vel er haldið á þessum málum. Það verður ekki gert nema að tryggja knattspyrnufélögum í landinu fjármagn til reksturs félagana.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.