25.8.2009 | 00:30
Ný Helga RE 49 er væntanleg til Reykjavíkur á Fimmtudag.
Nú líður senn að glæsilegur Ísfisktogari Helga RE 49 sem smíðuð var í Taívan og sjósett var í apríl mánuði 2008 komi Íslendingum fyrir sjónir í fyrsta skiptið á fimmtudag. Smíði skipsins hefur dregist töluvert, afhending skipsins átti að vera fyrir ári síðan. Þessar miklu tafir hafa orsakað mikið tjón fjárhagslega fyrir útgerð Ingimundar sem hefur beðið með eftirvæntingu eftir að geta komið skipinu í rekstur og til að geta staðið fyrir sínum skuldbindingum sem skiljanlegt er. Byrjað er að undirbúa skipið til veiðar með því að búa til troll og flýta fyrir að skipið komist á veiðar sem fyrst.
Eitt verður að hafa í huga þetta skip er útbúið með það fyrir augum að áhöfn skipsins líði vel. Vistaverur eru glæsilegar og allur útbúnaður skipsins er til fyrirmyndar. Útgerðamaður Ármann Ármannsson er þekkur fyrir að sín skip sem hann hefur rekið eða látið smíða fyrir sig hafa borið af fyrir glæsilega og snyrtimennsku.
Ísfisktogarinn Helga RE 49 er nú í haugasjó út af Írlandi á leið til Reykjavíkurhafnar. Gagnhraði skipsins var á hádegi í dag um 7 mílur. Sem verður að teljast mjög gott af Ísfisktogara af þessari stærð. Um hádegisbil var skipið búið að sigla um 9,846 mílur og ætti að vera búið að skila um 9,910 mílum um kl 24 á miðnætti. Þá myndi ég segja að rúmar 700 mílur væru eftir til Reykjavíkur Þá myndi segja að komutími væri hugsanlega á milli 16 - 18 á fimmtudag það fer eftir gangi skipsins.
Eitt vil ég taka fram að lokum Skúli B Árnason bloggari á MBL á mínar bestu þakkir fyrir upplýsingar sem þú hefur upplýst okkur um síðan skipið fór frá Taívan. Skúli B Árnason og áhöfn okkar bestu þakkir fyrir upplýsingar um ferðir ykkar. það er ekki á hvernum degi að fjölskylda getur fylgst með ferðum ykkar. Ég sem sjómaður óska ykkur öllum góðrar heimferðar.
Ármann Ármannsson til hamingju með nýsmíðina það er ekki á hverjum degi að stórhuga útgerðamaður kemur með nýtt skip Helgu RE 49 til hafnar í Reykjavík.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.