Helga RE 49 velkominn til Reykjavíkur.

Það var mikill dýrð og gleði sem var í hjarta útgerðamannsins Ármanns Ármannsonar Láru eiginkonu hans og fjölskyldu þegar Helga RE 49 sigldi inn til hafnar í Reykjavík kl 13 í dag fánum prýtt stafnana á milli eftir langa siglingu frá Taívan þar sem Helga RE 49 var smíðað fyrir Ingimund hf. Sem er gamalt gróið útgerða fyrirtæki sem hefur haft það að markmiði öll árin sem fyrirtækið hefur starfað að öllum líði vel um borð í skipum félagsins, að keypt séu bestu og hagkvæmustu tæki sem völ er á og mættu margir taka þessa útgerð sér til fyrirmyndar. Siglingin tók tæpar 2 mánuði í misjöfnum veðrum sem skipið hreppti á siglingu til Reykjavíkur. Að sögn skipsverja stóð skipið sig vel á leiðinni, í miklum veltingi og ölduhæð var mikill á tímabili. Þrátt fyrir það var skipið frábært í sjó.

Mikill mannfjöldi fylgdist með Helgu RE 49 sigla inn í hafnarmynnið í Reykjavík fánum prýtt því það er ekki á hverjum degi að nýr Ísfisktogari kemur siglandi alla leið frá Taívan sem voru hátt í 11 þúsund sjómílur þar sem skipið var smíðað og átti að vera búið að smíða fyrir löngu og það mikla tap sem útgerðin Ingimundur hefur orðið fyrir vegna gífurlegar seinkunnar. Smíðin á Helgu hefur tafist vegna hugsanlega vankunnáttu skipasmíðastöðvar í Taívan, vegna þess að þeir höfðu aldrei smíðað svona tæknivætt skip áður. Þegar talað er um tæknivætt skip þá skal bent á, fyrir þá sem ekki þekkja til. Að vélarúmið er vakt frítt og búið er að aðskilja vélarúm frá stjórnklefa. Stjórnklefinn er sér og minkar það hávaða fyrir áhöfn skipsins og vélstjórar geta síðan einbeitt sér meira að sérstökum verkefnum um borð ef bilanir koma upp. Til dæmis kostaði þetta höfuðverk þeirra sem smíðuðu skipið.

Það var fróðlegt að fara um borð í skipið og skoða allt. Eftir að prestur hafði blessað skipið og áhöfn þess og lagt áhöfninni lífsreglurnar í samskiptum sín á milli. Guðblessunar erindið hennar var afar fagurð og snart mann um hjartarætur og okkur öll sem hlustuðu á hana. Ármann Ármannsson og frú Lára voru stjórnborðs megin framarlega og sonur hans Ármann Ármannson var uppi á dekki með áhöfninni þegar predikun fór fram hátíðlega.

Síðan var fólki boðið stórkoslegar veitingar að hætti Ármanns Ármannssonar, frú Láru og fjölskyldu sem tóku frábærlega á móti gestum þar sem veisluborðinn voru að sligast undan veitingum sem voru í boði. Fjölmenni var á meðan þessu stóð, sem nutu þetta glæsilega boð og skoðuðu síðan skipið allt. Mikill sjarmi var yfir öllu um borð. Helga RE 49 liggur við fiskmarkaðinn á Grandagarði og sómir sér vel þar eftir nær 60 daga siglingu frá Taívan. Megi guð og gæfa vera með Helgu RE 49 og áhöfn þess alla tíð.

Ármann Ármannsson frú Lára og fjölskylda til hamingju með nýja skipið. Megi guðs lukka ætíð vera með ykkur og varðveiti ykkur öll. Hamingja og gleði mun ætíð fylgja ykkur.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Nýtt skip til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband