Jóhannes Kristjánsson hefur fengið bjarta framtíð.

 Nú er þrautagöngu Jóhannesar Kristjánssonar lokið því hann hefur fengið nýtt hjarta. þetta er einstakur viðburður í sögu okkar Íslendinga, þegar skipta þarf um hjarta í fólki á erlendri grundu vegna þess að biðin getur verið misjöfn eftir nýju hjarta. Þessar hjartaígræðslur reyna mikið á einstaklinginn ekki síður á eiginkonu og fjölskyldu. Enn Jóhannes Kristjánsson eftirherma  hefur upplifað þessa þrautagöngu síðan áfallið skall á. Nú berast þau gleðitíðindi að aðgerðin á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg hafi tekist mjög vel og Jóhannesi Kristjánssyni líði vel eftir mikla aðgerð.

Halldóra Sigurðardóttir hefur staðið eins og klettur við hlið eiginmanns síns á þessum erfiðum tímum enn nú birtir yfir þeim hjónum og fjölskyldu þeirra hjóna. Sjálfsagt þarf Jóhannes Kristjánsson að vera undir læknishendi um tíma, enn brátt líður sú stund og við íslendingar megum eiga von á honum út í lífið á nýjan leik með sitt bros og hjartahlýju að venju.

Jóhannes Kristjánsson ég held að ég tali fyrir stórum hluta manna. Við stöndum með þér Jóhannes Kristjánsson og fjölskyldu þinni í þinni baráttu. Við hvetjum þig til dáða í því sem framundan er. Enn framtíðin er björt og ekki vantar þessa gleði sem þú hefur fært okkur Íslendingum á þínum skemmtiferðum í kringum landið þar sem menn skemmta sér vel í þinni nærveru. 

Jóhann Páll Símonarson.

 

 

 


mbl.is Jóhannes búinn að fá nýtt hjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

jói ég óska honum góðs bata

Ólafur Th Skúlason, 2.9.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

vona innilega að strákurinn frá Brekku nái sér að fullu

Jón Snæbjörnsson, 2.9.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Skúlason.

Tek undir með ykkur báðum. Þetta er stór stund fyrir Jóhannes Kristjánsson hin sjalla og mikla húmorista sem hefur leikið listir sínar með undraverðum hætti.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.9.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jón Snæbjörnsson.

Þetta eru merkileg tíðindi sem okkur berst til eyrna að Jóhannes Kristjánsson sé vaknaður og komin úr öndunarvél. Þetta er hreint útsagt frábært.

Megi guð og gæfa vera með Jóhannesi Kristjánssyni og fjölskyldu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.9.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband