27.4.2009 | 18:29
Ofbeldismenn fá hugsanlega þungan dóm.
Það er dapurlegt að venjulegt fólk skuli ekki getað notað friðhelgi heimilisins án þess að ofbeldis menn skipuleggi fólskulegar árásir á hendur eldra fólks sem getur ekki varið sínar hendur. Þessir ógæfumenn hafa verið áður teknir fyrir svipuð brot. þá spyr maður sig eru viðurlög of væg?, hafa umboðsmenn þessara aðila haft tök á þeim sökum skulda? þetta eru spurningar sem verður að svara þegar þetta ógæfufólk fer í þessar fólskulegar árásir. Í raun og veru eru þetta ekki unglingar þetta er fólk að nálgast miðjan aldur. Þetta viðbjóðslega mál er nýtt á nálinni og þarf að fara 25 ár aftur í tíman til að finna svipað mál segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem ætlar að kæfa málið í fæðingu undir það tökum við.
Það er góð tilfinning að Lögregluyfirvöld skuli leggja sig fram að upplýsa málið og hafa samband við hjónin sem urðu fyrir þessari fólskulegri árás að tilefnislausu af fólki sem var undir vímuefnum. Það sem við þurfum sem þjóð í kjölfarið að gera er að gefa lögregluyfirvöldum allar þær upplýsingar sem við getum gert ef við verðum vör við einkvað sem er óvenjulegt í fari fólks. Það eitt veitir aðhald og eftirfylgni gegn þeim sem eru að brjóta á einstaklingum með hótunum eða annað í svipuðum stíl.
Eins verðum við að vernda lögregluna ef ráðist er að henni að tilefnislausu, það má ekki láta reiði fólks bitna á saklausum fólki sem hefur ekkert gert af sér. Þess vegna verðum við öll að sameinast um að lögreglan fái þá hjálp sem henni vantar það gerum við ekki með því að þegja. Tökum höndum saman og verðum á verði á heimilum og á förum vegi, og upplýsum strax ef einkvað er á seiði. Það er besta vörnin gegn þeim sem geta ekki varið sínar hendur.
Jóhann Páll Símonarson.
Hafa játað húsbrot og rán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 17:26
Lögreglan boðar til fréttamanna fundar kl 17,30.
Ræningjar sem réðust inn í hús eldra fólks og skáru á símalínur á laugardalskvöld hafa verið handteknir. Þetta er fólskulegasta árás sem hefur verðið framinn á síðari árum. Að nota þessar aðfarir er hreint útsagt hryllingur að vita að til sé óvandað fólk með þennan hugsunar hátt. Ég trúi ekki annað enn að þarna sé á ferðinni eiturlyfjaneytendur sem er veikt fólk. Sem betur fer er búið að handsama þessa aðila. Lögreglan mun halda fund um málið kl 17,30.
Ræningjar handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 18:14
Sjálfstæðismenn hættum þessu Evrópurugli.
Ýmsir sjálfstæðismenn hafa í dag tjáð sig um ófarir flokksins í kosningunum og bent þar á leiðir sem hefðu mátt fara betur. Sumir gengu það langt og kenndu Davíð Oddsyni um að hafa eyðilagt landsfund sjálfstæðismanna og þar með dregið úr fylgi flokksins. Annar fyrrverandi þingmaður sakaði fjölmiðla um að hafa gengið nærri Sjálfstæðisflokknum í umfjöllun um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins mönnum hefði nær að segja satt og rétt frá stað þess var sagt ósatt frá. Þetta er bull og barnaskapur að kenna öðrum um heldur enn sjálfum þeim sem tóku þátt í þessu ljóta leik. Þeir sem láku þessu til fjölmiðla voru blaðberar í Sjálfstæðisflokknum sem komu þessu bréfi til fjölmiðla og fjölmiðlar hafa undir höndum, til þess eins að koma höggi á andstæðinginn sjálfan. Ég tel þessar aðfarir ömurlegar að fólk sem er í sama flokki skuli berjast gegn hagsmunum Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans. Eru sjálfstæðismenn ekki í sama flokki? Verða sjálfstæðismenn ekki að taka á sínum innri málum fyrst? Það hefði ég nefnilega haldið? Ég tel brýnt verkefni framundan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins að taka á þessum vanda. Sjálfstæðismenn verða að sameinast í eina heild og taka á sínum innri málum áður enn lengra er haldið. Það eru nefnilega margir sem eru ósáttir við þetta fyrirkomulag. Innanflokksmál verður að leysa strax.
Þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að þegja og vera ábyrgur í sínum málflutningi þegar Alþingi kemur sama á ný og stuðla að því að endurheimta traustið á ný með því að tala við sína kjósendur á ný. Það verður ekki gert nema að koma upplýsingum á framfæri í þeim málum sem eru á dagskrá hverju sinni. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins verða að koma með leiðir hvernig hugsanlega væri hægt að koma atvinnulífinu af stað og hefja undirbúning að greiða leið fjölskyldunnar í landinu og berjast kröftuglega að vextir verði lækkaðir strax. Það gengur ekki upp að að vera að þessu Evrópurugli dag eftir dag þegar menn vita þetta gengur ekki upp einn tveir og þrír. Ef menn vilja breyta um gjaldmiðil þá eiga sjálfstæðismenn að ríða á vaðið og taka forystu í gjaldmiðlamálum og semja við Bandaríkjamenn um upptöku Dollars í stað krónu þar liggja hvorki boð né bönn. Þar er frelsið til athafna. Tökum upp Dollar í stað krónu.
Jóhann Páll Símonarson.
Sextándi þingmaðurinn gleðitíðindi næturinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 14:39
Kjósendur sem eiga eftir að taka afstöðu.
Það eru margir sem ætla ekki að kjósa og sumir eru enn að hugsa málið. Ég tel það ábyrðarleysi að fara ekki á kjörstað og nýta sér ekki þann rétt sem maður hefur. þess vegna hvet ég alla að fara á kjörstað og kjósa. Margir flokkar eru í boði það sem stakk mig í gærkvöldi í umræðu flokkanna í sjónvarpinu, hvað formaður Vinstri græna Steingrímur J Sigfússon var óöruggur í sínum málflutningi út af þessari skýrslu sem virðist vera leyndarmál eða trix hjá formanni Framsóknarflokksins eða er tilgangurinn að koma þjóðinni í uppnám. Enn við skulum halda áfram eftir kosningar hvort þetta sé rétt eða rangt? Ef hins vegar að þetta sé rangt þá er formaður Framsóknarflokksins ótrúverður og mun verða það áfram og verður að víkja úr formanns stólnum.
Stefna Samfylkingar er að krjúpa fyrir Evrópusambandinu um inngöngu í bandalagið. Þeir sérfræðingar sem vita best um þessi mál vita að þetta er ekki hægt nema í fyrsta lagi eftir 15 - 20 ár. Ég tel þetta landráð ef Samfylkingin ætlar að taka sér leyfi án þess að spyrja þjóðina um leyfi því þjóðin hefur ekki kveðið upp sinn útskurð. Samfylkingin sem tók þátt að koma landinu í þessa stöðu sem þjóðin er komin í, getur ekki komið sér undan þeirri ábyrgð. Stefnuleysi Samfylkingar er algjört enda ætlaði hún að koma landinu til hjálpar strax. Hvað hefur skeð síðan akkúrat ekki neitt. Það sama á við Vinstri græna þetta var flokkur sem ætlaði að bregðast strax við, hvað hefur skeð síðan ekki neitt. Framsóknarflokkurinn er ekki hlutlaus í þessu máli hann studdi þessa ríkistjórn sem gerði ekki neitt. Eru þessi flokkar trúverðugir ég segi nei.
Ef þjóðin vill framfarir og koma atvinnulífinu af stað aftur þá kjósum við auðvita Sjálfstæðisflokkinn það er flokkur sem hefur staðið vörð um þjóðarhag og velferð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkum er best treystandi að koma atvinnulífinu af stað, til þess verður að lækka vexti strax og koma fyrirtækjunum af stað og koma með velhugsaðar hugmyndir fyrir þjóðina í sínum vanda málum sem eru þegar til staðar. Þess vegna treysti ég Sjálfstæðisflokknum að framkvæma þessa 2 mikilvægu hluti strax. Og upplýsa þjóðina í leiðinni hvað stendur fyrir dyrum.
Kjósendur sem sitja heima og ekki eru búnir að ákveða sig svarið er einfalt fyrir þá.
Kjósum Sjálfstæðisflokkinn til verka og athafna. X-D.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 23:31
Vinstri grænir eru óstöðugur flokkur?
Nú styttist að gengið verði til kosninga á laugardag, þá mun koma í ljós hvaða flokkar munu sigra og fara með stjórn landsins næstu 4 ár. Forystumenn flokkana berjast nú að sanna sig fyrir væntanlegum kjósendum, með fundarhöldum og sitja fyrir svörum í fréttamiðlum landsmanna og annarra miðla. Nýjasta fréttin í kvöld segir að Steingrímur j Sigfússon hafi sagt fyrir austan á fjörðum að yfirtaka á Flugleiðum sé í vændum þegar það væri yfir staðið þá myndi flugfloti Flugleiða koma við á Egilsstöðum og sækja þar farþega sem hefðu bóka sér far. Hann bað fundarmenn að fara ekki lengra með orð sín að út úr þeim yrði ekki snúið, stuttu síðar kemur fréttatilkynning frá fjármálaeftirlitinu og sagt að þessi frétt sé ekki rétt. Hann hefði átt að segja við fundarmenn því miður getur við ekki flogið á Egilsstaði þar er enginn byrðarstöð fyrir stærri flugþotur ömurlegt að það skuli ekki vera.
Það er með ólíkindum hvernig fjármálaráðherra Steingrímur j Sigfússon hefur sagt ósatt að undanförnu, fréttamaður Stöðvar 2 ítrekaði 6 sinnum að fá svar borunum á Drekasvæðinu þetta var hugmynd Guðmundar Hallvarssonar frá Sjálfstæðisflokki á sínum tíma og flutti um það frumvarp, enn alþingismenn voru þá ekki í takt við tíman. Nú er umhverfisráðherra á móti atvinnuskapandi tækifærum í þágu lands og þjóðar og það var Steingrímur J Sigfússon sem er á móti enn hann þorði ekki að segja satt og rétt frá. Stað þess svaraði hann fréttamanni að umhverfisráðherra mætti hafa sína skoðun, enn það tók fréttamann 6 ítrekaðar spurningar að fá svarið.
Það sama á við Svandísi Svavarsdóttur sem laug og reyndi að koma á níð á hendur Sjálfstæðisflokknum sem hún sagði á kosningarfundi enn samt telur hún sig vera heiðarlega persónu í sinni auglýsingu ef grand er skoðað þá er hún flækt inn í þetta REI mál þetta kom frá í þætti á sjónvarsstöðinni INN þar sem þetta var um talað og sýnt var fram á staðreyndir með því að framvísa staðfestu plaggi þar um. Það er ekkert að marka hvað vinstri grænir ætla að gera í þeim málum sem eru framundan, þeim hefur ekki vaxið ásmegin þessa dagana vegna ósanninda og, dilgjum á hendur Sjálfstæðisflokknum. Gagnvart kjósendum hafa þeir orðið uppvísir að segja ósatt, og þeim vandræðagang að koma sínum málum á framfæri vegna ágreinings á milli frambjóðenda Vinstri græna
Ég vara við vinstri stjórn í landinu og þeim hrikalegu afleiðingum sem munu verða í kjölfarið. Að kjósa Framsóknarflokkinn er bull, að kjósa Samfylkinguna er skelfilegt, að kjósa Vinstri græna er hryllingur. Ef þjóðin vil framfarir þá kjósið þið Sjálfstæðisflokkinn frekar enn að skila auðu sem er óábyrg afstaða þeirra sem ætla að skila auðu það skeður ekkert með því. Ég tel Sjálfstæðisflokkinn vera besta kostinn ef þjóðin vill framfarir í sínum málum.
Jóhann Páll Símonarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 01:55
Lífeyrissjóður Gildi var rekinn með 59,6 miljarða halla.
Það var skrýtið andrúmsloftið á þessum fundi þegar framkvæmdarstjóri sjóðsins kynnti niðurstöðu ársreikninga. Ekki einu orði var minnst á þessa tölu, stað þess var minnst á prósentur í stað talna, ég spurði hvað það tæki mörg ár að vinna þetta tap upp. Ég benti fundarmönnum á hugsanlega 16 - 20 ár, það skal tekið fram að ekki er allt komið fram í hugsanlegu tapi sjóðsins. Hvernig má það vera að fjármálaeftirlitið hafi ekki haft afskipti af þessu gríðarlega tapi það verði þið að spyrja þá um það.
Þetta minnir mig á tíma Sovétríkjanna þegar Bréfsnef var við völd. spilling og aftur spilling þegar sjóðstjórinn misnotar vald sitt með þessum hætti með því að fjárfesta í áhættufjárfestingum og með því að lána til fyrirtækja sem veð standa ekki undir lánum, það kom fram á þessum fundi að þeir höfðu nefnilega lánað til fyrirtækja sem eru á brauðfótum og ekki voru skilgreind í Ársskýrslu 2008. Af hverju er ekki getið um þetta í Ársskýrslu? af hverju skildu menn ekki upplýsa það?. Ég spurði um laun forstöðumanns eignastýringar svarið var við gefum ekki upp laun einstakra manna, það var svarið sem ég fékk. Ég mun ekki una við þessi svör eða hvernig stjórnarmenn, framkvæmdarstjóri, fulltrúar atvinnurekaenda, fulltrúar launþega vinna með þessum aðilum að uppgangi þeirra mála.
Það kom nefnilega í ljós þegar átti að greiða atkvæði þá höfðu nefnilega þeir rétt að kjósa sem voru á vegum félaga í launþega hreyfingunni og atvinnurekenda. Hinn almenni sjóðfélagi fékk ekki að kjósa þótt hann væri sjóðfélagi eins og ég sjálfur. Það voru nefnilega fulltrúar launþegahreyfingar og atvinnurekenda sem höfðu kosningarrétt, sem tryggðu laun framkvæmdarstjóra upp á 21 miljón króna og formanns stjórnar upp á 1,4 miljónir króna fyrir fundasetu á ársgrundvelli, og það í vinnutímanum. Þessi formaður er í einu af stærstu launþegahreyfingu landsins með laun þar. Ég vildi lækka laun stjórnarmanna og framkvæmdarstjóra ofan í þingfarakaup viti menn ekki var orðið við þeirri beðni. Höldum áfram að sukka þetta kemur ykkur ekkert við, þið borgið og þegið þið, það er mín niðurstaða eftir þennan fund. Dropin holar steininn segi ég það þarf nefnilega að láta reyna á þetta misrétti hvort allir séu ekki jafnir fyrir lögunum þetta mál er með ólíkindum.
Enn fremur lagi ég fram tillögu að sjóðstjórnin færi öll burtu og segði af sér í heilu lagi, Enn því miður gat ég ekki fengið Ársskýrslu í tæka tíð þess vegna er tillagan ekki tekin gild sökum formgalla vegna þess að tillögu þurfa að berast í tæka tíð fyrir aðalfund og til þess að félög geta tekið afstöðu í tíma. Enn þrátt fyrir það liggur þessi tilaga yfir þeim, síða er ég að kanna minn rétt að höfða málsókn á hendur sjóðstjórnar, framkvæmdarstjóra vegna þess tjóns sem við höfum orðið fyrir vegna slappleika stjórnar við reksturssjóðsins sem er algjört ábyrðarleysi að reka sjóð með þessum hætti. Sem er framlag manna til þess eins að hafa það betra þegar menn hætta sínum vinnudegi.
Jóhann Páll Símonarson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 17:20
Opið bréf til Samfylkingar og Vinstri græna.
Bankastjórinn í Seðlabanka Íslands er af norskum ættum var ráðinn af formanni Samfylkingar og formanni Vinstri græna Steingrími j Sigfússyni til þess eins að koma á ábyrgri stjórn á Seðlabanka Íslands að þeirra sögn. Hörður Torfason fánaberi baugsfélaga vildu alla 3 seðlabankastjórana burtu og boðaði mótmæli gegn bankastjórunum fyrir utan Seðlabanka Íslands Þetta voru gamalreyndir menn sem stjórnuðu Seðlabanka Íslands áður, töluðu Íslensku sem öll þjóðin skilur. Ég veit ekki annað enn að þeir hafi unnið Seðlabankanum til heilla fyrir þjóðina. Nema valda sjúkir stjórnmálamenn og fánaberum auðhringa, sem styrktu þessa flokka til frelsis og athafna. Notuð skrílinn til að vinna skítverkinn fyrir sig. Síðan sitja þessir aular og þykjast ekkert hafa komið nálægt neinu. Sumir þingmenn ráku út úr sér tunguna á lýðinn til þess eins að æsa upp skrílinn.
Það sem ég vil vekja athygli á það er að nýi bankastjórinn Seðlabankanum talar slæma ensku ég efast að Jóhanna Sigurðardóttir hafi skilið hann. það er dapurlegt til þess að vita að það sé talað erlend tungumál í peningamálastofnun landsins. Hvaða leik flétta er þetta, ekki einu sinni frétta menn spurðu bankastjórann spurninga. Enn þegar Davíð Oddsson var bankastjóri þá stóð ekki á spurningum og hann sjálfur var í öllum fréttum.
Af hverju spyr engin stjórnmálamaður sem er í framboði hvað þetta kostar.? Hvers vegna spyr engin stjórmálamaður hvað kostaði þjóðina að skipta um seðlabankastjóra? Hvað kostar þýðing á öllum gögnum sem þarf að þýða strax?. Af hverju fær þjóðin ekki að vita hvað þetta brambolt Samfylkingar og Vinstri græna kostar? Á sama tíma blæðir Þjóðinni út og fyrirtækjum út hvers konar rugl er þetta. Á sama tíma tapar Seðlabanki Íslands 8,6 miljörðum sem við hefðum geta nýtt til þess eins að setja fé til fyrirtækja og fólksins í landinu sem er að blæða út. Það hefði verið nær að hafa áfram sömu bankastjóra áfram enda hefur þessi breyting engu skilað nema vandræðum fyrir alla þjóðina.
Jóhann Páll Símonarson.
Seðlabankinn tapaði 8,6 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 07:01
Þekkt endurskoðunarfyrirtæki á hálum ís.
Ég fjallaði um að hugsanlega hefðu verið brotin lög um hlutafélög. Þegar fyrirtæki á markaði þar á meðal bankarnir, og fyrirtæki afhentu fjármuni til stjórnmálaflokka þar á meðal er enginn flokkur undanskilin. Þetta eru háar upphæðir um að ræða. Samkvæmt þeim gögnum sem ég sjálfur hef undir höndum frá gömlu bönkunum er ekkert getið um þetta fé eða undir hvaða lið þetta var falið. Ég sem fyrrverandi hluthafi hef skoðað aðalfundargögn sem mér voru afhent við inngöngu á hluthafafundina og fundi sem ég sótti.
Til þess var ég að framvísa skírteini hver ég væri til þess eins að geta setið fundinn og tekið til máls. Ekki stóð á mér að taka til máls og gera athugasemdir við laun bankastjóra því þau voru ekki í takt við raunveruleikan, sem enginn hluthafi gerið athugasemdar við því þetta þótti sjálfsagt mál að bankastjórar hefðu laun. Sem dæmi á síðasta aðalfundi Landsbanka Íslands stóð ég upp og gerði athugasemdir við laun bankastjóra sem heitir Sigurjón Þ Árnason hann sjálfur hafði í laun fyrir árið 2007. 163,5 miljónir króna fundastjóra á þeim fundi fannst þetta vera í lagi. Finnst fólki í dag það sé í lagi að borga bankastjóra 163,5 miljónir í árs laun.? Nú er þessi gamli banki minn farinn og allt mitt áhættu fé sem ég sjálfur treysti á farið. Ég er ekki sá eini sem tapaði á þessum viðskiptum við þessa menn.
Það sem alvarlegasta er í þessu máli undir hvaða lið voru þessar greiðslur til stjórnmálaflokkana faldar í efnahagreikningi ekki voru þær í aðalfundagögnum?.
Í 4. mgr. 88.gr. hl. er boðið að dagskrá og endanlegar tillögur skuli liggja frammi a.m.k. viku fyrir hluthafafund til sýnis á skrifstofu félagsins og samtímis sent hverjum skráðum hluthafa sem þess óskar. Sama gildir um ársreikninga, árskýrslur stjórnar og skýrslur endurskoðenda eða skoðunarmanna þegar um aðalfund er að tefla.
Umrætt ákvæði er talin nauðsynlegt til þess að tryggja að hluthafi geti kynnt sér rækilega þau málefni sem taka á fyrir á hluthafafundinum og tekið þar árangurríka afstöðu til mála.
Eitt vil ég benda á hlutafundir hafa farið fram og jafnvell mjög fáir gerðu athugasemdir við reikningana hjá þessum hlutafélögum og samþykkt þá sem nú eru gjaldþrota í dag. Því að þeirra sögn var afkoman frábær og ekki vantaði arðgreiðsluna sem hluthafar fengu í sinn hlut.
Þess vegna finnst mér þessi endurskoðunarfyrirtæki sem við eigum að treysta ekki vinna sína heima vinnu, og síðan eru það stjórnir í félögum sem hafa brotið lög með þessum hætti, því þeim ber að segja frá þessu og upplýsa hluthafa um þessar upphæðir og skýra frá þeim á hluthafafundum og eins þarf þetta að koma fram í uppgjöri. Allt þetta sem ég hef talið upp hefur verið brotið gróflega.
Ábendingar og athugasemdir sem endurskoðendur vilja koma á framfæri við stjórnina skal skrá í sérstaka bók, endurskoðunarbók, eða færa skriflega á annan hátt, sbr, 66. gr. árl.
Höfum við hluthafar skoða þessa bók? Hefur verið spurt út í þessa bók. Svarið er einfalt Nei.
Jóhann Páll Símonarson.
13.4.2009 | 17:34
Verklausa vinstri stjórn" Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að Samfylkingin hefði lagst á sveif með útrásarvíkingunum. Flokkurinn hefði einsbeitt sér að því að halla sér upp að þeim.
Undir þessi orð tek ég þetta eru flokkarnir sem lofuðu að láta málin til sín taka ef þeim tækist að komast í ríkistjórn. Samfylkingin var nefnilega búinn að vinna á bak við Sjálfstæðisflokkinn lengi að mynda samstarf stjórn með Vinstri grænna með stuðningi leppstjórnar Framsóknarflokksins sem fékk 5 miljónir króna í fjárstyrk frá EYKT byggingarfélagi þetta sættir ekki undrun. Hvers vegna er byggingarfélag að greiða 5 miljónir króna í fjárstyrk hjá Framsóknarflokknum skildi Óskar Bergsson hafa átt hlut að máli í þessum styrk?. Þessari spurningu er ósvarað enn?
"Davíð rifjaði upp umræðu á þingi hvort rétt væri að hafa dreifða eignaraðild að bönkunum þegar þeir væru einkavæddir. Davíð sagðist hafa barist fyrir því að hafa hámarkseign 3 - 8 prósent Samfylkingin barist á móti því.:
Þetta er ömurlegt til þess að vita það er nefnilega ekkert að marka Samfylkinguna og Vinstri græna þeir blekktu fólk með því að villa fyrir fólki sem var í geðhræringu vegna hækkandi vaxta, atvinnumissi, sem var að tapa sínu húsnæði vegna skulda. Þessir stjórmálaflokkar boðuðu til útifundar með samtökunum sem hétu Raddir fólksins hvaða raddir voru þetta, skildi Baugur hafa borgað allan herkostnaðinn.? Af hverju mótmæltu þeir ekki að Túngötu 6?.
Hvar eru Raddir fólksins nú, þurfum við að auglýsa í tapað fundið eftir þeim.? Af hverju mótmælir Hörður Torfason ekki nú? Er ekki ástæða til þess nú Hörður Torfason? Hvað hafa þessir 3 flokkar Samfylking, Vinstri grænir, og leppstjórn Framsóknarflokksins hvað hefur breyst síðan Sjálfstæðisflokkur fór frá völdum. Einfalt svar akkúrat ekki neitt allt annað er bull og þvæla.
Hörður Torfason og Raddir fólksins nú er tími að mótmæla þessari ríkistjórn Samfylkingar, Vinstri græna, og leppstjórnar Framsóknarmanna sem lofuð að bæta hag fólksins í landinu hvað er að frétta af þeim málum? Hörður Torfason, stað þess ert þú og þín samtök og ríkistjórinn öll að valda hér stórkostlegu tjóni með ykkar framferði að skapa hér ótta og hræslu á meðal þjóðarinnar hafið skömm fyrir ég meina það.
Jóhann Páll Símonarson.
12.4.2009 | 17:40
Hverjir stóðu fyrir aðför að Sjálfstæðisflokknum ?
Miklar umræður hafa átt sér stað um Sjálfstæðisflokkinn að undanförnu vegna styrkja sem flokkarnir hafa fengið frá bönkum og félögum, þessar greiðslur hafa verið misjafnar eins og fram kemur í dagblöðum. Að mínu mati er óeðlilegt að greiðslur komi frá fyrirtækjum sem voru á hlutabréfamarkaði vegna þess, það er ólöglegt athæfi því hluthafafundur í þessum fyrirtækjum verður að samþykkja það. Hluthafafundur fer með æðsta vald , stjórnin er því tvímælalaust skyldug til að gefa upplýsingar sem hluthafar óskar hafi það ekki verið gert á þeim tíma. Þetta eru mál sem gerðust fyrir 3 árum og fyrirtæki sem um er að ræða eru gjaldþrota í dag.
Ég tel þetta mjög gott að þetta skuli hafa komið upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn það er mitt mat. Allan aur verður að hreinsa, menn hafa leyfi að gefa peninga það er öllum frjálst að upphæði 300 þúsund krónur samkvæmt lögum. Hinsvegar vekur þetta upp spurningar hverjir stóðu að þessu til þess eins að koma á ósætti á milli fólksins í landinu og koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Er fólkið ekki búið að fá nóg. Voru þetta ekki flokkarnir Samfylking, Vinstri Grænir sem skipulögðu mótmælinn á sínum tíma burtu með ríkistjórnina ég mann ekki annað.
Var það ekki Baugur sem lagði miljónir í kosningarsjóð hjá Samfylkingunni, fasteignafélagið Stoðir, FL Group, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Ísl. Glitnir banki hf, Húsasmiðja, Hagar, Kaupþingbanki, Landsbankinn, Byko, Samskip, Síldarvinnslan, Sparisjóðirnir, Straumur og fleiri. Þetta eru fyrirtæki sem létu Samfylkinguna fá fé. Flest voru þetta fyrirtæki sem voru á markaði. Var það ekki Baugur sem var með heillssíðu auglýsingu í Morgunblaðinu gegn Birni Bjarnasyni á sínum tíma. Var það ekki Jón Ásgeir sem ryksugaði allt fé í bönkum landsins? Hverjir eiga 365 miðla?.
Það er ömurlegt til þess að vita að það skuli vera aular sem komu þessu af stað til þess eins að koma á höggi á Sjálfstæðisflokkinn rétt fyrir kosningar, Framsóknarflokkurinn hefur ekki enn gefið upp sína styrki, Samfylkingin þarf að skýra betur hvað Baugur lét margar miljónir í kosningarsjóð það þurfa fréttamenn og Baugsmiðlar að upplýsa eins þurfa Vinstri Grænir að gera grein fyrir sínu máli hvað varðar styrki. Það væri nær fyrir fjölmiðla að upplýsa hvað varð um allt það fé sem vantar inn í banka hér á Íslandi, hvar er það fé sem nú er horfið.
Jóhann Páll Símonarson.