Akureyri að slá í gegn.?

Í gær fjallaði ég um hörmulega og skerta þjónustu varðandi hjartasjúklinga í Reykjavík sem þurfa að leita sér hjálpar og þær aðferðir Svandísar Svavarsdóttur að leggja niður hjartagátt á Landspítalanum við Hringbraut og færa þessa aðstöðu í saman þjappaða aðstöðu að Landspítalanum í Fossvogi þar sem legurúm eru takmörkuð fyrir utan öll þrengsli sem þar er. Eftir stöðugar hringingar til mín þar sem fólk var að þakka mér fyrir að minnast á þessa færslu hjartagáttar. Ekki er langt síðan ég heyrði að Embætti Landlæknis væri undir skoðunar að færa embættið til Akureyrar til að auka þjónustu við landsbyggðina og ekki veitir að fá slíkar tekjur og gjöld til Akureyrar fyrir utan miklu styttra væri að leita til Landlæknis fyrir þá sem byggju úti á landi.

Nú vill svo til að þjónusta við hjartasjúklinga er mjög slæm til dæmis á Akureyri þar sem sérfræðingar eru varla til. Sjúklingar hafa þurft frá nágrana byggðum að leita til Reykjavíkur til að fá þessa þjónustu með tilheyrandi kostnaði sem því fylgir að aka yfir 700 km fram og til baka til að leita lækninga sem er í raun hörmuleg framkoma við fólk sem þarf virkilega á hjartalækningum á að halda. Ekki má gleyma öllum sjúkraflugum í neyðartilfellum sem hafa verið í gangi og hefur færst í aukana með þvílíkum útgjöldum fyrir okkur sem Þjóð.

Það vill svo vel til að félagi minn sem ég hitti á förnum vegi og býr fyrir norðan sagði mér í fréttum að nú væri uppi hugmynd að stofna sérstaka aðstöðu fyrir hjartasjúklinga,þar sem yrði opið allan sólahringinn og aðgerðir yrðu framkvæmdar strax, ef þess þyrfti. Í Reykjavík þá er mygla og slæmt ástand og sama gildir um sjúkrahúsið á Akureyri sem þarfnast viðhalds eins og sjúkrahús í Reykjavík sama ástand víða um land. Hann sagði það standi í veginum fyrir opnun. Enn vonaðist að húsnæði myndi finnast sem fyrst svo hægt væri að opna slíka aðstöðu með hjarta sérfræðingum. Þetta eru glæsifréttir fyrir íbúa á Norðurlandi fyrir utan öryggið upp á líf og dauða. Spurningin mín til þingmanna í kjördæmum á Norðurlandi hvar eru þið og hvers vegna hafið þið ekki tekið til máls um slík hörmungar ástand. Ég sem leikmaður finnst slíkt ástand ömurlegt og hvet ykkur að laga þetta hörmulega ástand. Fjárlög framundan og nú fer að styttast að þau verða samþykkt á Alþingi og stutt til jóla. Ég mun fylgjast með hvaða þingmenn vakna af værum blundi.  

 

 


Enn og aftur á að skerða þjónustu við hjartasjúklinga.

Þetta eru stór tíðindi þegar slíkar ömurlegar fréttir berast frá Svandísi Svavarsdóttur eina ferðina enn. Að nú eigi og búið sé að framkvæma að sitja hjartasjúklinga sem þurfa hjálp inn á bráðadeild við Landspítalann í Fossvogi þar sem öllu er safnað saman í einn graut þar sem eru til staðar slysavarðstofa, hjarta ómtæki svefnrannsóknir, legudeildir og fleira sem hæg væri að nefna. Hver er tilgangur að skerða þjónustu Hjartagáttar? var starfsfólk haft með í ráðum? Svandís Svavarsdóttir hvernig stendur á þessari ömurlegu framkvæmd hjá þér þú sem heilbrigðisráðherra? Við sem höfum haft þessa þjónustu mótmælum slíkum fanta aðgerðum hjá þér í skjóli myrkurs með lepp fyrir augað til að fela verk þín. Eins og þú veist mæta vel þá hefur hjartagátt mátt þola færslur á milli hæða stöðugt. Fyrst var opið allan sólahringinn til að sjúklingar í bráðri hættu gætu komið strax enda spurning upp á líf eða dauða.

Loksins fékkst fram góð aðstaða þar sem allt var til staðar og sjúklingum gátu treyst á þjónustu við hæfi á Landspítala við Hringbraut. Nú berast hinsvegar þær hörmulegu fréttir að búið sé að henda sjúklingum út hjá Landspítala við Hringbraut og færa alla aðstöðu í Fossvoginn Svandís Svavarsdóttir, þú veist líka að Hjartagátt hefur verið í fjársvelti lengi, það sást þegar hjartagátt var lokað að sumarlagi, sami frasi það fæst ekki fólk til starfa var svarið, sem er það sama og nú er notað við færsluna. Hver mann ekki eftir opnunartíma? Fyrst allan sólahringinn, síðan frá 08- 16 og lokun yfir sumartímann, þetta eru fantaverk Svandísar Svavarsdóttur.

Hugsið ykkur svar Rögnu Gústafsdóttur setja nýja ferla og endurskipuleggja vinnubrögð á deildinni" var svarið hjá hjúkrunarforstjóranum,, "Og nýja tækni,,Sem toppar ömurleikann,, Hún hlýtur að vita það þar þarf fólk að sinna þessum störfum og auka legupláss handa sjúklingum. Eða á að rúlla þeim sjúklingum sem þurfa hjálp niður á Landspítala við Hringbraut sem þurfa bráðahjálp eða útvitkun um það hefur aldrei verið spurt ítarlega út í þessi atrið. Í hverju er þessi nýja tækni fólginn? Ekki hafa verið keypt tæki eða fjárfest í fólki sem dæmi.Hvað sjá stjórnendur í þessum ömurlegu breytingum? Hugsanlega þrengja að allri aðstöðu fyrir sjúklinga? Draga úr innlögnum sjúklinga? Draga úr opnunartíma og auka álag á starfsfólk sem þýðir að aukinn pressa verður á starfsfólki fyrir utan sjúklinga sem verða eftir og fá ekki þá þjónustu sem var fyrir hendi. Ég ráðlegg öllum sem fá verki,eða annað að hringja strax í 112 og biðja þá að koma strax ég er með verk.


mbl.is Hjartað í Fossvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband