Akureyri að slá í gegn.?

Í gær fjallaði ég um hörmulega og skerta þjónustu varðandi hjartasjúklinga í Reykjavík sem þurfa að leita sér hjálpar og þær aðferðir Svandísar Svavarsdóttur að leggja niður hjartagátt á Landspítalanum við Hringbraut og færa þessa aðstöðu í saman þjappaða aðstöðu að Landspítalanum í Fossvogi þar sem legurúm eru takmörkuð fyrir utan öll þrengsli sem þar er. Eftir stöðugar hringingar til mín þar sem fólk var að þakka mér fyrir að minnast á þessa færslu hjartagáttar. Ekki er langt síðan ég heyrði að Embætti Landlæknis væri undir skoðunar að færa embættið til Akureyrar til að auka þjónustu við landsbyggðina og ekki veitir að fá slíkar tekjur og gjöld til Akureyrar fyrir utan miklu styttra væri að leita til Landlæknis fyrir þá sem byggju úti á landi.

Nú vill svo til að þjónusta við hjartasjúklinga er mjög slæm til dæmis á Akureyri þar sem sérfræðingar eru varla til. Sjúklingar hafa þurft frá nágrana byggðum að leita til Reykjavíkur til að fá þessa þjónustu með tilheyrandi kostnaði sem því fylgir að aka yfir 700 km fram og til baka til að leita lækninga sem er í raun hörmuleg framkoma við fólk sem þarf virkilega á hjartalækningum á að halda. Ekki má gleyma öllum sjúkraflugum í neyðartilfellum sem hafa verið í gangi og hefur færst í aukana með þvílíkum útgjöldum fyrir okkur sem Þjóð.

Það vill svo vel til að félagi minn sem ég hitti á förnum vegi og býr fyrir norðan sagði mér í fréttum að nú væri uppi hugmynd að stofna sérstaka aðstöðu fyrir hjartasjúklinga,þar sem yrði opið allan sólahringinn og aðgerðir yrðu framkvæmdar strax, ef þess þyrfti. Í Reykjavík þá er mygla og slæmt ástand og sama gildir um sjúkrahúsið á Akureyri sem þarfnast viðhalds eins og sjúkrahús í Reykjavík sama ástand víða um land. Hann sagði það standi í veginum fyrir opnun. Enn vonaðist að húsnæði myndi finnast sem fyrst svo hægt væri að opna slíka aðstöðu með hjarta sérfræðingum. Þetta eru glæsifréttir fyrir íbúa á Norðurlandi fyrir utan öryggið upp á líf og dauða. Spurningin mín til þingmanna í kjördæmum á Norðurlandi hvar eru þið og hvers vegna hafið þið ekki tekið til máls um slík hörmungar ástand. Ég sem leikmaður finnst slíkt ástand ömurlegt og hvet ykkur að laga þetta hörmulega ástand. Fjárlög framundan og nú fer að styttast að þau verða samþykkt á Alþingi og stutt til jóla. Ég mun fylgjast með hvaða þingmenn vakna af værum blundi.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband