Af sögn Guðmundar Magnússonar.

Nú er ljóst að kæru formanns Öryrkjabandalagsins fyrir hönd þriggja fatlaðra einstaklinga var hafnað af Hæstarétti. Þessi niðurstaða er mikið áfall fyrir formann sem er kjörin til að verja hag þeirra sem geta ekki sér farborða með eðlilegum hætti. Ekki má gleyma í þessari umræðu hvað mikið hugsanlegt fé er lagt í málsvarnalaun til að verja þessa röngu stefnu hans gegn forseta sem var kosinn með lögmættu hætti. Eitt skulu menn hafa í huga og er skoðun mín að formaðurinn Guðmundur Magnússon eigi nú að víkja í kjölfarið,því honum hefur ekki tekist að verja hag þeirra sem eiga ekki fyrir framfærslu. Og eins að hafa hugsanlega farið yfir mörk varðandi lögmanns kostnað úr sjóði Örykjabandalagsins eins og allir vita er ekkert gefið að fá þekktan og virtan lögmann til lið við sig.

Þess skal getið að Guðmundur Magnússon er lærður leikari, í bakhópi á vegum Umhverfisráðuneytissins og skipaði 4 sæti í Reykjavík Norður fyrir Vinstri græna. Getur það verið að Guðmundur Magnússon hafi hugsanlega misnotað aðstöðu sína? Gegn Ólafi Ragnari Grímssyni rétt kjörnum forseta Íslands sem verður settur formlega í embætti á ný þann 1 ágúst næstkomandi. 


mbl.is Ákvörðunin „mikil vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þess skal getið að Guðmundur Magnússon er lærður leikari"(!)

Eru lærðir leikarar eitthvað verri en aðrir menn JPS?

Ert þú ekki lærður showmaður?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 13:00

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þú segir nokkuð þó svo að það eigi ekki að koma málinu endilega við að hann sé lærður leikari þá er ljóst að hann er ekki að standa sig gagnvart kjörum og velferð Öryrkja sem formaður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.7.2012 kl. 13:32

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Hilmar málið snýst um afsögn í starfi. Að mínu mati hefur hann gengið og langt.

Jóhann Páll Símonarson, 25.7.2012 kl. 14:09

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Ingibjörg ég get ekki séð að hann sé að standa sig í starfi nema að nota fé Öryggjabandalagsins í annað enn hægt væri að nota. Það þarf ekki annað enn að lesa blaðagreinar til að sjá hug fólks sem ná ekki endum saman. Ef þú ert sátt þá er það gott mál, enn það er fólk sem er ekki sannmála þér.

Jóhann Páll Símonarson, 25.7.2012 kl. 14:14

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir ég sé að þú tekur undir með mér. Þess vegna er ekki rétt hjá mér að segja að þú sért sátt. Ég bið þig afsökunar á þeim orðum. Mér hefði verið nær að lesa betur það sem þú sagðir. Enn og aftur Guðrún hér er komið afsökunarbeðni mín til þín.

Jóhann Páll Símonarson, 25.7.2012 kl. 15:06

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er mjög eðlilegt að hann vinni ekki fyrir Öryrkja eins og hann á að gera,því þessi maður er maður Ríkisstjórnarinnar og vara þingmaður VG.Hann er líka á góðum launum svo honum varðar lítt um þá sem hafa vart nokkuð milli hnífs og skeiðar..

Vilhjálmur Stefánsson, 25.7.2012 kl. 16:45

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Vilhjálmur Stefánsson.

Ég get að mörgu leiti tekið undir þín orð. Enn að hafa mann sem er í pólítík og sérstaklega í flokki sem er með samstarfi í ríkistjórn passar ekki. Guðmundur hefur ekki varið rétt þeirra sem hafa ekki fé á lausu eða til framfærslu. Öryrkjar þurfa nú allir að krefjast fundar þar sem afsögn Guðmundar verður 1 mál á dagskrá. Ég get ekki annað enn trúað því að Guðmundur segi af sér í kjölfarið. 

Jóhann Páll Símonarson, 25.7.2012 kl. 17:00

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, þeir veljast í formanns-stöðurnar sem eru hæfir og færir um að svíkja skjólstæðinga sína á samviskulausan og pólitískan hátt.

Það væri rétt að fá lögfræðiaðstoð frá öryrkjabandalaginu, til að fá skaðabætur fyrir að lenda á milli kerfa hjá ræningjastjórnendum Tryggingarstofnunar-mannréttindabrota-bandalaginu, og fyrir að fá ekki lágmarksframfærslu samkvæmt lágmarks framfærsluviðmiðum.

Lágmarksframfærslan hans Guðbjartar Hannessonar er í fullu gildi hjá umboðsmanni skuldara, en er alls ekki í gildi hjá öryrkjum og eldri borgurum.

Þannig getur umboðsmaður skuldara rænt mismuninum af þeim sem ekki geta unnið fyrir sér.

Formaður öryrkjabandalagsins mun hafa nóg að gera á næstunni við að berjast fyrir rétti öryrkja, fyrst hann vaknaði loksins af dvalanum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.7.2012 kl. 18:40

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Anna.

Þú nefnir hér alvarleg mál um lámarks framfærslu sem ég tek undir með þér. Ég tel það ekki við hæfi að félag sem kennir sig við að verja hagsmuni þeirra sem geta ekki lífað á smánar bótum frá ríkinu. Þetta ástand er ekki nýtt vandamál, enn það hefur ekkert skeð í þessum málum, þótt nýjar ríkistjórnir hafa verið við völd. Enn að Guðmundur Magnússon ásamt stjórn skuli verja fé félagsins í pólítískar ofsóknir eru ekki boðlegt. Umboðsmaður skuldara er  prump embætti sem ekki nokkur tekur mark á. Ég tel og það verður að fara fram umræða um gjörðir Öryrkjabandalagsins og afsögn Guðmundar Magnússonar. Anna fróðlegt að vita hvað kostuðu þessi málaferli?

Jóhann Páll Símonarson, 25.7.2012 kl. 20:03

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhann. Málaferlin hafa kostað fé sem hefðu getað mettað marga fátæka og svikna, og einnig kostað skattpeninga öryrkja og annarra fátækra og kerfisrændra, sem ekki hafa einu sinni lágmarks framfærslugreiðslur, þrátt fyrir að hafa borgað samviskusamlega í skatta-hít og lífeyrissjóð allan sinn starfsferil.

Getur þetta spillta stjórnsýslulið horft í spegil, án þess að skilja hversu aumingjalegt það er í raun? Ég efast um að siðferðis-heilsa þeirra geri þeim það mögulegt að gagnrýna sína eigin sjúklegu valdagræðgi-hegðun.

Skömm þeirra sem ráða hjá öryrkjabandalaginu og stjórna þar á bæ er á siðblindasta, spilltasta og vanþróaðasta stigi sem fyrirfinnst í "þróuðu" ríki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.7.2012 kl. 23:29

11 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Anna.

Afsakaðu hvað ég svara þér seint, örsök að mín tölva hrundi og er ekki kominn úr viðgerð. Ég get tekið undir þín orð sem þú bendir á. Nú þarf fólk að taka sig saman og krefjast afsagnar það strax.

Jóhann Páll Símonarson, 30.7.2012 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband