Af hverju er ekki samkeppni á Íslandi. ?

Hér á landi er ekki virk samkeppni það er alveg sama hvert við lítum, hvort það sé hjá fjölmiðlum, bönkum, matvöruverslunum, tryggingarfélögum, og olíufélögunum. ekkert lát hefur orðið af þessari samtryggingu hvert félagið stofnað kringum annað með þeim nöfnum sem tilheyra hverju sinni. Þetta stjórnlausa ástand hefur verið við líði að minnsta kosti í 30 ár, án þess að nokkur íslendingur spái í hlutina ekki einu sinni þingmenn á hinu háa Alþingi. Samt komast þessi aðilar upp með alla skapaða hluti og gera það sem þeim hentar, sem kallast á góðri íslensku samtrygging af verstu tegund. Eyjólfur Konráð Jónsson heitin fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðismanna varaði við þessari hugmynd fyrir nokkrum árum,kallaði þetta hringamyndun fyrir vikið féll þessi ágæti þingmaður út af þingi, ekki fékk hann stuðning fyrir sinni hugmynd. Enn því miður var þetta rétt, sem Eyjólfur Konráð Jónsson heitin bendi réttilega á á sínum tíma.

Því getum við ekki verið eins og Frakkar, Þjóðverjar, Hollendingar, og Englendingar þar er vöruverð og þjónusta miklu ódýrari en hér á landi. Ef við förum til dæmis til Vestfjarða þar er vöruverð miklu dýrara enn í Reykjavík. Ef hjón ferðast til útlanda versla þar barnaföt og myndavélar síðan er tekið flugið heim þegar heim er komið þá lenda hjónin í tollkvóta þú mátt ekki versla meira enn fyrir ákveðna upphæð og verður að framvísa nótum fyrir því sem keypt er. Ef þú hugsanlega kaupir meira af fötum handa börnunum þá lendir hjónin að borga toll af því sem umfram er að ákveðni upphæð. Það sem ég þekki til veit ég ekki til þess að þessar tollreglur gilda þar nema á Íslandi.

Af hverju má ég ekki kaupa ódýr barnaföt og myndavélar án þess að borga af því toll. Þarna eru tollayfirvöld að vernda verslunareigendur og tryggja það að ekki sé virk samkeppni. Ef þetta misræmi væri ekki til í lögunum myndi vöruverð lækka í verslunum það sama á við hin fyrirtækin sem ég benti á samkeppnina vantar. 

Ef við bregðumst ekki við þessu ástandi þá munu lífskjörinn versna. Unga fólkið mun ekki láta bjóða sér þetta ástand lengur. Það mun hreinlega flytja úr landi og ekki koma til baka. Ein ástæðan að ég kýs Sjálfstæðisflokkinn er sú að ég hélt að flokkurinn myndi tryggja  samkeppni og myndi ekki standa í vegi fyrir henni.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn sem er breiður flokkur tekur ekki á þessum málum á næstunni mun hann ekki njóta traust fólksins í landinu. Þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn að berjast fyrir því að hér ríki samkeppni á öllum sviðum. Vöruverð verði svipað og í nágranalöndum við annað verður ekki unað fyrr enn því marki hefur verið náð.

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband