Hættulegur áróðursmaður Sea Shepherds samtaka gengur laus.

Miklar umræður eru um þessar mundir er um hvalveiðar sem eiga að hefjast í sumar.Fremstur í flokki er Ole Anton Bieltvedt sem flytur hér falsfréttir og auglýsir heilsíðu auglýsingu í blöðum að undanförnu sem kosta tugi þúsunda króna á þá leið að "veita Hval hf. nýtt leyfi til hvalveiða og það til fimm ára,,, og tekur fram að það sé verið að murka lífið úr. Þvílík bull hef ég aldrei heyrt fyrr, fyrir utan þessar veiðar eru samkvæmt reglum og vísindum og eftirliti. Ég sem sjómaður þá er sjórinn fullur af hvalategundum af ýmsum gerðum hver sem maður siglir austur með landinu, Faxaflóa, út af Reykjanesi og alla leið til Skotlands fullur sjór af hval. Maður spyr sig af hverju má ekki veiða hval eins og að veiða fisk, fugla og önnur dýr? Á kannski að banna drepa lömbin okkar sem okkur finnst svo vænt um á vorin, bannað að skjóta svínin okkar sem okkur þykir svo vænt um, bannað að drepa kálfana sem okkur eru vinalegir og miklu fleiri dýr væri hægt að nefna.

Það er ekki í fyrsta skiptið að nefndur Ole leggur fram með villandi hætti fréttir. Nákvæmlega fyrir rúmu ári síðan, nánar þann 1. okt. 2017 leggur hann fram kæru vegna veiðimennsku. Um var að ræða 2 kærur til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kært er vegna meintra brota á lögum um dýravelferð, við framkvæmd veiða á hreindýrum og rjúpum. Þar sem hann segir að ekki sé farið að lögum um dýravelferð. Ykkur til fróðleiks þá er umræddur  Ole sem titlar sig kaupsýslumann, sem er talsmaður Sea Shepherds öfgasamtaka sem fá miljónir dollara frá ríkum Bandaríkjamönnum fyrir það eitt að þeir eigi hval í sjónum og geti sagt hvar þeir eru, þvílíkt er ruglið sem þessi samtök færa fólki fals fréttir sem eru í raun ekki til.

Efnahagsmál og Evrópusambandið og ekki gleyma Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar sem hefur sig hátt á lofti þessa dagana og vill stöðva hvalveiðar eins og hinn ESB flokkur sem heitir því nafni Samfylking sem eru hugsanlega á spenanum hjá ESB og Sea Shepherds og Viðreisn fylgir eftir með fullri reisn. Það er orðið helviti hart að ný stofnaður flokkur og brott úr Sjálfstæðisflokknum Viðreisn skuli vera hugsanlega á spenanum hjá glæpasamtökum sem eru eftirlýst á Íslandi, Færeyjum og fleiri löndum fyrir hryðjuverkastarfsemi og stefna lífi sjómanna og afkomu þeirra í hættu. Munum eitt sjómenn það var nefnilega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sem vildi setja lög á okkur sjómenn í kjaradeildu við útgerðamenn fiskiskipa. Það gengur heldur ekki upp að öfgamaður sé að boða hér fals fréttir með styrkjum sem hann vill ekki gefa upp? Hvað þá heldur stjórnmálaflokka sem stefna atvinnu og tekjum þjóðarinnar í hættu. 

 


Bloggfærslur 5. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband