FIMLEIKA STARF FYLKIS Í HÆTTU.

Ég hlustaði á umræðu í borgarstjórn í gær að fimleika starf félagsins væru í hættu vegna skort á aðstöðu til íþróttaiðkunar þetta eru ekki góð tíðindi sem borgarbúum berast til eyrna, að ungir sem aldnir geti ekki æft keppnisgrein sína, vegna þess að íþróttahúsið við Fylkisveg er of lítið. Það kom fram í umræðunni að þessi mál væru til skoðunar um framtíðarsvæði félagsins við Hádegismóa. Þegar ég fór að kanna þetta tiltekna mál sem búið að vera í umræðunni lengi enn er stöðugt vísað á milli manna.

Eins kom fram í umræðunni að peningar til íþróttamála væru uppurnir, og munu ekki vera til fyrr enn eftir næstu kosningar. Sem er ekki gott mál fyrir Fylkismenn ef borgarstjórnar meirihluti ætlar að hunsa þessi mál eina ferðina enn. Það er leitt til þess að vita að meirihluti sem nú er við völd skuli ekki vinna með Fylkismönnum að lausn þessara mála. Ég veit ekki betur enn þeir sjálfir hafi sagt að Fylkir sé eitt af bestu reknu Íþróttafélögunum í Reykjavík. Það má vel vera að þeir hafi gleymt því. Ég ætla að vitna í skýrslu fundar Íþrótta- og tómstundaráð  Verknúmer : SN070695. 

Tökum dæmi af 187 fundi 2007.

Þann 31 0któber 2007. Þar er lagt fram bréf íþróttafélagsins Fylkis, 31 október 2007, varandi fyrirhugað athafnarsvæði við Hádegismóa.   Niðurstaða. Óskað er eftir að lögð verði frekari þarfagreining félagsins vegna uppbyggingar á svæðinu.

188. fundur 2007 Niðurstaða. Vísað til umhverfisstjóra.

198. Fundur 2008. Niðurstaða Kynna formanni skipulagsráðs.

124. fundur 2008. niðurstaða Vísað til umsagnar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.

Þetta er með ólíkindum hvernig er farið með eitt af reykjavíkurfélögum. Fylkir sem býr við skort á aðstöðu fyrir sína félagsmenn til að iðka sínar íþróttir sem hefur hingað til talið vera hollt og gott fyrir alla aldurhópa að stunda íþróttir. Enn til þess verður að vera aðstaða til iðka úti íþróttir og taka á móti fólki sem vill sjá kappleiki án þess að þurfa að taka með sér regnhlífar til þess að geta horft á leiki félagsins. Eða sitja á blautum plastbekkjum sem duga ekki fyrir alla. Þeir sem koma ekki nógu snemma verða að standa. Þetta ástand getur Reykjavíkurborg ekki boðið íbúum Árbæjar og annarra íbúa í Reykjavík uppá þetta ástand lengur án þess að um það verði fjallað. Íþróttafélaginu Fylki vantar sérstaklega stærra húsnæði og aðstöðu fyrir íþróttir til dæmis fimleika.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband