Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson. Næsti borgarstjóri.

Það er ljóst að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson mun taka við embætti borgarstjóra á næsta ári. Hann hlaut flest atkvæði í prófkjörinu, er því oddviti borgarstjórnarflokksins til loka kjörtímabilsins. Síðan geta Sjálfstæðismenn ákveðið sjálfir í prófkjöri hvern þau styðja. Ég er ansi hræddur um að margir nýir fulltrúar munu gefa kost á sér. Ég tel og tek undir, það verður koma nýtt fólk inn í þennan hóp sem er með aðra sín enn þessi borgarstjórnarhópur sem nú starfar. Því miður hefur fámennur hópur borgarfulltrúana eyðilagt orðstír Sjálfstæðisflokksins og Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar með sýnu valdabrölti að uppefja sig til riddara. Það vill svo vel til borgarfulltrúar verða að hlýða sínum oddvita og framkvæma þau verk sem hann biður um. Það gengur ekki upp að allir stjórni og gefi út sínar yfirlýsingar án þess að það sé rætt innan borgarstjórnarflokksins. Lítið dæmi Reykjavíkurflugvöllur, þar berst hluti af borgarstjórnarflokknum sem vilja flugvöllinn burtu sem fyrst. Það vill of gleymst í umræðunni hvað mikið af atvinnutækifærum og tekjum sem þarna koma inn 600 föst störf, sem fólk hefur atvinnu af. þetta hefur orðið til þess að andstaða hefur harðnað og orðið borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna til vansa. Því flugvöllurinn á að standa til 2016 og meirihluti þjóðarinnar vill að hann verði þar áfram. Þess vegna eiga þessir borgarfulltrúar að standa með þjóðinni í stað þess að berjast á móti því sem þjóðin vill. 

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson hefur gífurlega reynslu á borgarmálum. Ég veit ekki um neinn sem hefur eins mikla reynslu og hann. Þess vegna hefur hann orðið fyrir einelti af misvitrum mönnum sem reyna með öllum tiltækum ráðum að eyðileggja orðstír hans með allskonar yfirlýsingum. Ekki vantar þá sem vilja koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn með skipulögðum skrifum. Það er eins með þessar skoðunar kannanir hverir skyldu nú borga þær, hvaða flokkur skyldi það nú vera. Það sama gildir um samtök fyrirtækja hafa verið að kaupa þessar skoðunarkannanir til þess að hafa áhrif á skoðanir þjóðarinnar og stjórmálamanna með stöðugum áróðri.

Ég tel að borgarbúar verði að gefa Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni og Sjálfstæðisflokknum vinnufrið að sinna sínum málum og vinna vel að hagsmunum borgarbúa. Ef það tekst þá er ég fullviss að fylgið muni verða meira og fólkið sáttara við lífið og tilveruna. Það hefur náðst mikill árangur í baráttunni gegn veggjakroti á Laugavegi, sem hefur sýnt að óánægjuraddir hafa dregið sig í hlé. Síðan eru eftir stór mál. sem er bygging hjúkrunarheimila fyrir aldraða sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði fyrir síðustu kosningar og Vilhjálmur staðið sig vel í þeim málaflokki. Sem oddviti Samfylkingar Dagur B Eggertsson gleymdi að taka sér fyrir hendur og framkvæma ekki hafði Dagur áhuga að berjast fyrir aldraða í þá 100 daga sem hann var borgarstjóri með samstarfsflokkunum. Sem framkvæmdu ekki neitt nema þeir voru góður að kalla á fjölmiðla þar vantaði ekki athyglina. Síðan hafa þau verið með stöðugt skítkast út í alla. Það mun koma tími að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sets  í stól borgarstjóra og mun stjórna þar að heilindum fyrir alla borgarbúa. Þess vegna er besti kosturin að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson verði næsti borgarstjóri í Reykjavík.

Jóhann Páll Símonarson.  

 


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Þorvaldur.

Ég tek það fram að ég er ekkert að spauga með þetta. Hinsvegar fer þetta í taugarnar á mörgum sem vilja reyna að koma á höggi á sína andstæðinga með ákveðnum hætti. Það kemur fram á mínu bloggi.

Þakka þér samt þínar athugasemdir ekki veitir af að fá þær. Ég svara þeim sem eru með málefnaleg rök.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.5.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæll Jóhann,ég tek undir það þegar þú segir að nýtt fólk verður að koma inn í næstu kosningum,þessi hópur er búinn að missa traust kjósenda.

En hvað varðar Villa,þá er ég ekki svo viss um að muni verða næsti borgarstjóri.Ég býst við átökum þegar að því kemur að velja sér næsta borgarstjóra innan hópsins.

Af einhverjum ástæðum vinnur þessi hópur ekki nógu vel saman,kanski  vegna þess að það vantar fólk með meiri reynslu,hópurinn í heild er mjög ungur fyrir utan Villa og Júlíus.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.5.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Margt sem þú segir er rétt hjá þér ég tek undir það. Hinsvegar er það mín skoðun að Vilhjálmur eigi að taka við of stýra þessu til loka. Síðan geta flokksmenn skipt á skoðunum hvað hefði mátt betur fara. Það mun tíminn leiða í ljós.

Enn verkefnin eru mörg þess vegna verða þessir borgarfulltrúar að standa þétt að baki Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni. Koma síðan þessum verkefnum sem bíða í gegn svo borgarbúar geti séð framá að Sjálfstæðismenn eru að vinna sín verk.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.5.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband